Fréttir

Taekwondo | 11. apríl 2007

Á næstunni

Taekwondo á næstunni

 

Æfingabúðir

Nú um helgina eru bardagaæfingabúðirnar með master Sigursteini Snorrasyni. Æfingabúðirnar eru fyrir 12 ára og yngri. Kennt verður eftir bók um taekwondo bardaga eftir meistarann okkar. Hann hefur mjög mikla reynslu í kennslu taekwondo og bardagaþjálfun. Bókina fá allir sem taka þátt í námskeiðinu. Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst til að komast örugglega að.

 

TSH mótið

Laugardaginn 21. apríl verður 3. og síðasta mótið í Bikarmótaröð Trésmiðju Snorra Hjaltasonar. Keppt verður í formum, þrautabraut og bardaga. Mótið verður haldið í Fjölnishúsinu, Dalhúsum í Grafarvogi. Skráningar og borgunarfrestur er mánudagurinn 16 apríl. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma og því skal skrá sig strax. Ef einhver reynir að skrá sig eftir mánudaginn 16 þá fær viðkomandi ekki að keppa, verið því stundvís í skráningum. Hægt er að skrá sig á æfingu, í síma 6906682 eða á helgiflex@gmail.com

Nánari upplýsingar á www.ssangyongtaekwon.com

 

Ef þið eða barnið ykkar ætlar að keppa þá skulið þið láta mig vita strax, eftir mánudaginn 16 mun ég ekki taka við skráningum og viðkomandi fær EKKI að keppa

 

Beltapróf 28 apríl

Beltapróf 28 apríl, nánari upplýsingar þegar nær dregur

 

ATH   Merking á göllum iðkenda

Taekwondo deild Keflavíkur hefur ákveðið að styrkja alla iðkendur barnaflokka um merkingu á göllunum. Allir sem æfa með barnaflokkum fá Keflavíkur merkið í einn af göllunum sínum sér að endurgjaldslausu að því gefnu að æfingagjöld hafi verið greidd fyrir viðkomandi. Einnig geta iðkendur fengið sérstak tilboð á ísaumun nafns iðkanda á gallann. Það kostar 500 krónur og á við um eitt nafn (ekki fullt nafn). Við viljum hafa okkar fólk vel merkt á mótinu 21 apríl og því viljum við biðja ALLA um að skila efri hluta gallans síns á mánudaginn 16 apríl. Ef  ísaumað Keflavíkur merki var á gallanum skal það fjarlægt áður en þið skilið gallanum, það er úrelt. Munið að merkja gallann vel svo hann þekkist aftur. Ef þið viljið láta nafnmerkja gallann festið þá miða á gallann með nafninu og borgið 500 krónur þegar þið afhendið gallann. Gallarnir verða síðan afhendir keppendum fyrir keppnina.

Í næstu viku er í því í lagi að vera ekki í efri hluta gallans.

 

 

Foreldralisti fyrir foreldrafélag.

 Fyrirhugað er að senda lista með nöfnum foreldra og símanúmeri til allra forráðarmanna til að hægt verði að stunda frekari samskipti á milli. Ef einhverjir vilja ekki að nöfn þeirra og símanúmer verði send til hinna látið mig þá vita fyrir mánudag.

Helgi Rafn Guðmundsson s:6906682 helgiflex@gmail.com