TSH 1 á akrueyri 25-26
TSH mót 1 á Akureyri 25-26 okt
Fyrsta mót vetrarins fer fram á Akureyri seinustu helgina í október. Taekwondo-deild Þórs er 10 ára um þessar mundir og er mótið haldið á Akureyri af því tilefni. Félögin að sunnan munu sameinast í rútur og gist verður í Glerárskóla auk þess sem morgunmatur verður í boði, laugardag og sunnudag. Einnig verður kvöldmatur á laugardagskvöldi. Mótið sjálft fer fram á íþróttahúsi skólans þannig að þetta verður eins þægilegt og hugsast getur. Börn 12 ára og yngri munu keppa á Barna Bikar TSH á
laugardeginum, bæði í formi og bardaga. 13 ára og eldri munu keppa á sunnudeginum í formi og bardaga.
Sú breyting hefur orðið á fyrirkomulagi að börnin keppa nú í eigin keppni, Barnabikar TSH. Þar sem lög ÍSÍ leyfa ekki 12 ára og yngri að keppa til verðlauna, munu börnin öll fá sömu viðurkenningu fyrir þátttöku auk þess sem besta frammistaða mótsins verður valin, út frá keppnisgleði, íþróttamannslegri framkomu o.s.fr.
Dagskrá laugardagsins:
Vigtun/staðfesting á þyngd kl. 09.00-10.00
Keppni í formi hefst kl. 10.00-12.00
hádegishlé kl. 12.00-13.00
Keppni í bardaga kl. 13.15-17.00
Vigtun fyrir sunnudag kl. 16.00-17.00
Dagskrá sunnudags:
Keppni í formi hefst kl. 10.00-11.00
hádegishlé kl. 11.00-12.00
Keppni í bardaga kl. 12.15-16.00
Með skráningu skal fylgja skráning í gistingu, mat, rútu og greiðsla. ath.skilast og greiðist til kennara. Verð: Rúta, 4.000kr, gisting 1000kr, matur 1500kr, mótsgjöld 2500kr samtals 9.000kr.
Drekaklúbbsafslættir gilda fyrir mótsgjöldin, þeir sem gista annars staðar og/eða borða annars staðar þurfa auðvitað ekki að greiða þau gjöld. Börn innan 12 ára þurfa að vera í fylgd og ábyrgð fullorðna í ferðinni.