Fréttir

Taekwondo | 20. október 2008

Dagskrá og greiðslur

Æfingin næsta föstudag (24 okt) fellur niður vegna TSH mótins á Akureyri.

Rútan á mótið mun leggja af stað uppúr hádegi á föstudeginum.

Mótið sjálft verður líklegast haldið allt saman á laugardeginum vegna dræmrar þátttöku og þess í stað verður einhver önnur dagskrá á sunnudeginum, nánar um það síðar.

Allir sem ætla að nýta sér hvatagreiðslur til að borga upp æfingagjöld verða að senda eftirfarandi upplýsingar á sigruno@mitt.is athugið að fyrst þarf að leggja inn 8.000 krónur inn á reikning deildarinnar og þið fáið sent gíróseðil fyrir afganginum (7000kr) sem þarf að slá inn á mittreykjanes.is
Upplýsingarnar sem þurfa að vera eru:
Fullt nafn iðkanda
Kennitala iðkanda
Fullt nafn forráðarmanns
Kennitala forráðarmanns

Ekki verður sendur gíróseðill fyrr en þessar upplýsingar hafa verið sendar og greitt hefur verið 8.000 krónur inná reikning deilldarinnar. Eftir að þetta hefur verið klárað og ritað hefur verið af gíróseðlinum þá telst iðkandinn hafa greitt æfingagjöld að fullu fyrir þessa önn. Það er því mjög mikilvægt að þetta sé gert án tafar. Ef spurningar um þetta vakna má hafa samband á sigruno@mitt.is  eða á mittreykjanes.is