Fréttir

Taekwondo | 12. desember 2008

Beltapróf, dagskrá

Beltaprófið verður í Íþróttaakademíunni föstudaginn og laugardaginn 19-20

Munið að mæta amk hálftíma fyrir próf, í hreinum snyrtilegum galla. Öllum er leyft að horfa á prófin svo framarlega sem það stafi ekki truflun af þeim. Vinsamlegast sýnið próftökum þolinmæði á próftíma. Prófgjald er 2.500 kr fyrir gula rönd-grænt belti og 4.500 kr fyrir blátt belti og ofar. Greiða skal prófgjald á miðvikudag.

Ath að aðeins þeir sem hafa mætt sem skildi, staðið sig vel á æfingum og kunna það sem þarf að kunna mega fara í próf, kennari hvers hóps fyrir sig lætur nemendur vita hvort þeir fari í próf eða ekki.

Við minnum á að á laugardag kl 15 mun Rut Sigurðardóttir taka svartbeltispróf fyrir 2.dan gráðu svart belti og hvetjum við alla iðkendur og fjölskyldur þeirra til að fylgjast með því prófi.

Dagskrá
Föstudagur
Börn,  þeir sem eru að taka gula rönd kl 15-17
Börn gult belti og appelsínugulkl 17-20

Laugardagur
Börn grænt belti-rauð rönd kl 10-11
Fullorðnir, öll belti kl 11-13
2. dan svartbeltispróf, Rut Sigurðardóttir 15-17

 

Eftir beltaprófið verður jólafrí, fyrsta æfing eftir jólafrí verður föstudaginn 9. janúar, fylgist með hér á síðunni eftir áramót.

Með bestu kveðju og þökk fyrir önnina
Kennarar og stjórn taekwondo deildar Keflavíkur