Fréttir

Taekwondo deild Keflavíkur í Belgíu
Taekwondo | 10. mars 2023

Taekwondo deild Keflavíkur í Belgíu

Um síðustu  helgi fór fram mótið Open Challenge Cup í taekwondo. Mótið var haldið í Tongeren í Belgíu og voru um þúsund keppendur á mótinu, flestir frá Evrópu. Á mótinu kepptu 17 keppendur frá Keflavík og aðrir 15 frá mismunandi félögum á höfuðborgarsvæðinu.

 

Á laugardeginum var keppt í poomsae (formum) og þar voru 12 keppendur frá Keflavík. Árangurinn þar var með ágætum. Magnús Máni Guðmundsson, Ragnar Zihan Liu og Snorri Páll Sigurbergsson unnu til bronsverðlauna í hópaformum. Aníta Rán Hertevig og Mikael Snær Pétursson unnu til bronsverðlauna í paratækni og Julia Marta Bator og Kacper Einar Kotowski unnu til silfurverðlauna í sama flokki í paratækni. Þá vann Kacper einnig til bronsverðlauna í einstaklingstækni og Jón Ágúst Jónsson sem keppti með Aþenu Rán úr Aftureldingu í paratækni kom heim með bronsverðlaun úr þeim flokki eftir harða baráttu.

 

Á sunnudeginum var keppt í bardaga. Pakkfullt var í höllinni og mikill erill á þeim um 600 keppendum frá meira en 50 félögum víðst vegar um Evrópu. Þar unnu til gullverðlauna Jón Ágúst Jónsson, Ylfa Vár Jóhannsdóttir, Andri Sævar Arnarsson,  Þorsteinn Helgi Atlason og Lára Karítas Stefánsdóttir. Silfuverðlaun fengu Ragnar Ziahan Liu, Magnús Máni Guðmundsson og Kristján Pétur Ástþórsson. Bronsverðlaun fengu Viktor Berg Stefánsson og Daníel Arnar Ragnarsson.

 

Samtals fengu þá Keflvíkingar 5 gull, 4 silfur og 6 brons á mótinu. Þetta er fyrsta mótið eftir Covid sem stór hópur Keflvíkinga fer á taekwondo mót erlendis og góður fyrirboði fyrir næstu verkefni deildarinnar.

Áfram Keflavík

 

Myndasafn