Fréttir

Bikarmót TKÍ
Taekwondo | 16. febrúar 2021

Bikarmót TKÍ

Um síðustu helgi hélt taekwondosamband Íslands fyrsta mótið í ár. Það var Bikarmót TKÍ. Mótið var haldið í húsnæði Ármanns og heppnaðist einkar vel. Vegna takmarkanna við íþróttamót þurfti að skipta keppendum í fleiri hópa en venjulega og það var til þess að mótið var lengra en venjulega en allt fór vel fram. Keppendur frá Keflavík voru um 50 talsins og stóðu sig einkar vel. Lið Keflavíkur fékk 17 gull, 13 silfur og 9 brons og var með bestan árangur allra félaga á mótinu. 

Ánægjulegt að keppni sé farin af stað.

 

Tryggvi Rúnarsson tók meðfylgjandi myndir en þar má sjá Keflvíkinga á mótinu.